Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Straumsvík

Straumsvfík er sunnan Hafnarfjörð, gengt Straumi.

Þar var verslunarhöfn á miðöldum og þangað sigldu þýzkir kaupmenn. Árið 1966 var samþykkt á Alþingi   að hefja þar álvinnslu með svissneska félaginu Alusuisse, sem varð fyrsta stóriðjuver á Íslandi. Íslenzka álfélagið var stofnað til reksturs verksmiðjunnar. Framkvæmdir hófust 1967 en starfræksla hófst 1969. Upprunaleg framelisðlugeta álversins var 30.000 lestir af hrááli en síðan hefur það stækkað. Framleiðslugeta álversins var orðin 90.000 tonn árið 2000. Jafnframt byggingu álversins var gerð höfn í Staumsvík til að skipa upp hráefni til álframleiðslunar og útskipunar á áli og þá var ráðist í byggingu Búrfellsvirkjunar en sala á raforku til álversins var talin forsenda fyrir henni.

Gamli bærinn Straumur er í eigu Hafnarfjarðarbæjar og nýttur sem miðstöð listamanna, sem hafa stundum opið hús fyrir gesti og gangandi. Bjarni Bjarnason (1889-1970), skólastjóri í Hafnarfirði og að Laugarvatni, rak búskap að Straumi á árunum 1918-1930. Hann byggði núverandi hús árið 1927 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Minnisvarði frá 1992. Straumur er einn hinna svonefndu Hraunabæja á strandlengjunni milli Straumsvíkur og Vatnsleysuvíkur. Meðal þessara bæja voru Óttarsstaðir, Lónakot og Hvassahraun og hjáleigur. Útræði var stundað frá þessum bæjum. Sameiginlegt beitiland þessara bæja var Almenningur, þar sem voru sel, kennd við bæina.

Árið 2006 og síðar ber mest á verkum Hauks Halldórssonar, stórlistamanns, í gamla bænum og utan hans (Þórsvagninn smíðaður í Kína). Innanhúss er fjöldi vandaðra listaverka og mest ber á ævintýraheimi íslenzkra goðsagna, sem hefur sprottið úr hugarfylgsnum Hauks. Hann er einn fárra manna, sem hefur séð í gegnum goðafræðina og búið til heim hennar í formi módels, sem hann útskýrir á lifandi og mjög skemmtilegan hátt.

Myndasafn

Í grennd

Hafnarfjörður
Hafnarfjörður, sem gengur undir nafninu „Bærinn í hrauninu”, fékk ekki kaupstaðarréttindi fyrr en árið   1908 þó svo að staðurinn hafi verið einn miki…
Sögustaðir Reykjanesi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Almenningur Reykjanes Básendar Brennisteinsfjöll Brúin Milli Heimsálfanna Eldborg…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )