Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kambur í Breiðuvík Snæfellsnes

Kambur í Breiðuvík á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Eyrbyggja segir frá Birni Ásbrandssyni, sem þar bjó, og samskiptum hans við Snorra á  Helgafelli vegna vinskapar við Þuríði Barkardóttur, húsfreyju á Fróðá, sem var hálfsystir Snorra. Svo fór, að Björn Breiðvíkingakappi hvarf brott með kaupmönnum og ekki bárust neinar fréttir af honum lengi. Löngu síðar bar íslenzka farmenn að ókunnu landi fyrir vestan haf. Þar hittu þeir landa sinn, sem bað þá fyrir gjafir og kveðjur til húsfreyjunnar að Fróðá.

Myndasafn

Í grennd

Búðir
Búðir á sunnan- og vestanverðu Snæfellsnesi er eftirsóttur ferðamannastaður. Einstök náttúrfegurð og  nálægð við Snæfellsjökul hafa mikið aðdráttarafl…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )