Kálfskinn er bær á Árskógsströnd, þar sem er rekin fjölþætt ferðaþjónusta.
Sögulegur ljómi staðarins byggist á búsetu Hræreks konungs af Heiðmörk í Noregi, sem Ólafur helgi lét blinda og senda til Íslands. Honum þótti líf sit batna við brotthvarf sitt frá heimahögunum og lítils samneytis við höfðingja, því hann var meira metinn á Kálfskinni en aðrir menn. Dauður var hann heygður í Hrærekshóli við túnið á bænum, eini konungurinn, sem hlotið hefur leg á Íslandi.
Núverandi konungur á staðnum, Sveinn Jónsson (2003), hefur um árabil verið nokkrum spönnum á undan sínum samtímamönnum í framtíðaráfornum um ferðaþjónustu, sem hafa samt fæstar hlotið brautargengi nema hann hafi rutt þeim braut með niðjum sínum og verður vafalaust minnst sem einhvers hugmyndaríkasta frumkvöðuls á því sviði