Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kálfá

Veiði á Íslandi

Lítil bergvatnsá sem fellur í Þjórsá vestanverða skammt frá Árnesi. Veitt er á tvær stangir og er veiðin  svona 50 til 100 fiskar, nær allt haustveiði. Umhverfi hennar er ægifagurt, útsýni yfir Þjórsá og iðjagrænt landbúnaðarhérað. Skammur vegur er þaðan til Gaukshöfða og Þjórsárdals. Sagt er að Þjórsárdalur hafi verið í byggð frá landnámi til stórgoss Heklu árið 1104, þegar byggðin eyddist næstum alveg í dalnum. Þjóðveldisbærinn var reistur þar og vígður árið 1974 á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar og er opinn almenningi á sumrin.
Gott hús fylgir veiðiskapnum.

Myndasafn

Í grennd

Veiði Suðurland
Stangveiði á Suðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og veiðivötn. Laxveiði Suðurlandi Brúará – Hagós Brúará – …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )