Kaldbakur gnæfir yfir landslaginu austan Eyjafjarðar. Hann er ævinlega snævi þakinn. Við rætur hans er Látraströnd, sem var tiltölulega þéttbýl allt til fjarðarmynnis. Þar stunduðu fjölskyldur sjálfsþurftarbúskap og fiskveiðar á meðan byggð hélzt. Nú er Látraströnd í eyði.