Sýrlækur er spræna, sem rennur í Jónskvísl og saman renna þær í Grenlæk. Þarna er veitt allvel af sjóbirtingi á tvær stangir á dag. Nokkrar jarðir, þ.á.m. Arnardrangur, Fossar og Eystra-Hraun (eða Ytra-Hraun) selja veiðileyfi hver fyrir sig. Umhverfið er gróið og vinalegt og veiðistaðir eru aðgengilegir. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 285 km og 12 km frá Klaustri.