Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Jólasveinarnir, Grýla og Leppalúði

Jólin í Reykjavík
Jólakötturinn í Reykjavík 2022

Íslensku jólasveinarnir

Gömlum heimildum ber ekki saman um fjölda jólasveinanna hér á landi og fjöldinn er jafnvel Grýla og Leppalúðimismunandi eftir landshlutum. Sumir telja þá vera 13 en aðrir 9. Nú á dögum höldum við okkur í flestum tilfellum við töluna þrettán. Jólasveinarnir eru synir skessunnar Grýlu og mannleysunnar Leppalúða. Væru börn óþekk hér áður fyrr, var þeim ógnað með Grýlu og sagt, að hún kæmi og tæki þau með sér og syði þau í pottinum sínum. Samkvæmt þjóðtrúnni býr þessi stóra fjölskylda í stórum helli einhvers staðar uppi í fjöllum (Esjan og Dimmuborgir eru taldir dvalarstaðir Grílu, Leppalúða og börnum þeirra Jólasveinarnir ) og hefur hægt um sig þar til jólin fara að nálgast. Þá birtast jólasveinarnir hver af öðrum, einn á dag, hinn fyrsti 13 dögum fyrir jól. Hegðun þeirra er óvenjuleg og þeir eru klæddir tötrum í stað rauða og hvíta búningsins, sem erlendir jólasveinar klæðast. Fyrsti jólasveinninn, sem kemur til byggða fyrir jól er

STEKKJASTAUR (12 desember) sem stefnir beint á fjárhúsin á bæjunum til að skemmta sér við að hrella kindurnar. Næstur til bæja er

GILJAGAUR, (13 desember) sem fer í fjósin til að reyna að ná sér í mjólk. Þriðji karlinn er

STÚFUR, (14 desember) sem hefur mikinn áhuga á eldhúsunum á bæjunum og setur sig ekki úr færi að stela sér einhverju að borða. Hinn fjórði er

ÞVÖRUSLEIKIR, (15 desember) sem er mjór eins og prik, leitar að pottum með krásum og sleikir sleifarnar. Næstur er

POTTASLEIKIR, (16 desember) sem hefur mesta ánægju af öllu viðbrenndu í pottunum og slafrar því í sig, þar til þeir eru skínandi hreinir. Sjötti jólasveinninn er

FALDAFEYKIR, (17 desember) sem hefur mesta áægju af því að blása höfuðfalda kvenna af þeim og pilsfaldana upp. Sjöundi karlinn til byggða er

HURÐASKELLIR, (18 desember) sem felur sig í skúmaskotum og bíður eftir tækifæri til að stríða fólkinu á bænum og skellir hurðum á nóttunni til að vekja alla við vondan draum. Þá kemur hinn áttundi, sem er

SKYRGÁMUR, (19 desember) sem hugsar ekki um neitt annað er sælkerafæði og stelur skyri úr búrunum, hvenær sem hann fær tækifæri til. Níundi jólasveinninn er

BJÚGNAKRÆKIR, (20 desember) sem er sísvangur og lætur líka til sín taka í búrunum. Hann leitar helzt að bragðgóðum bjúgum uppi undir rjáfrinu. Tíundi karlinn er

GLUGGAGÆGIR, (21 desember) sem er óskaplega forvitinn. Hann grettir sig á gluggunum til að hræða börnin, sem hlaupa í felur og fullorðna fólkið hefur gaman að. Ellefti karlinn er

GÁTTAÞEFUR, (22 desember) sem hefur gott lyktarskyn. Hann notar það til að finna ýmislegt, einkum mat, með nefið í dyragættunum. Tólfti gaurinn er

KJÖTKRÓKUR, (23 desember) sem elskar hangikjöt og gerir allt til að krækja sér í læri af stónni niður um strompinn. Síðastur til byggða er

KERTASNÍKIR, (24 desember) sem dáist að kertaljósum og fær aldrei nóg af kertum, þótt honum verði vel til fanga, þegar hann stelur þeim af börnunum.

Þegar þeir eru allir saman komnir, verða þeir að fara að hugsa sér til hreyfings aftur. Stekkjastaur, sem  stekkjastaur kom fyrstur, verður að fara heim aftur daginn eftir að síðasti bróðirinn er kominn til byggða og síðan hver af öðrum fram að 6. janúar, þegar við höldum upp á þrettándann með brennum, flugeldum, álfadönsum og söngvum til að brenna jólin út. Þetta gerist á sama tíma og álfarnir flytjast búferlum.

Mynd frá Þjóðminjasafni

Ýtarlegri ummfjöllun um nöfn jólasveina má lesa hér hjá Árnastofnun.

Myndasafn

Í grennd

Dimmuborgir
Dimmuborgir eru eitthvert vinsælasta og merkilegasta náttúruundrið við Mývatn. Mývetningar hafa gert  það að bústað Grýlu, leppalúða og jólasveinanna.…
Esjan
Esjan er mest áberandi fjall handan Kollafjarðar og upp af Kjalarnesi. Eftir sameiningu Reykjavíkur og  1998 er hún innan höfuðborgarinnar. Hæsti stað…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )