Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ísafjarðarkirkja

Ísafjarðarkirkja er í Ísafjarðarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Áður en Ísafjörður byggðist var kirkja  Eyri. Hún var helguð Maríu guðsmóður og Jóhannesi postula í katólskum sið. Útkirkjur voru að Hóli í Bolungarvík, á Kirkjubóli, þar sem var hálfkirkja, og í Arnardal og Tungu voru bænhús.

Á árunum 1644-1699 sat hinn frægi klerkur, Jón Magússon þumlungur, Eyri. Hann varð sálsjúkur og kenndi feðgum tveimur á Kirkjubóli um. Jón linnti ekki látum fyrr en hann fékk þá báða brennda fyrir galdra, en ekki batnaði honum sóttin. Jón skrifaði um kvöl sína og pínu í „Píslarsögu“ sinni, sem er einstakt ritverk í íslenzkum bókmenntum.

Gamla kirkjan á Ísafirði, var vígð 16. ágúst 1863. Frumkvöðull að byggingu hennar var séra Hálfdán Einarsson (1801-1865). Einar, sonur hans, hafði lært snikkaraiðn var yfirsmiður. Hún var ekki járnvarin og það vantaði í hana kórinn, sem var byggður við 1882, og orgelstúkuna, sem var byggð 1934. Sætin í kirkjunni voru niðri í tveimur stúkum, sem lokuðust með lágum spjaldþiljum að framan, aftan og að miðju kirkjuskipsins og gengið var í bekki frá gangi með útveggjum. Þessu var breytt 1882. Leonard Tang, kaupmaður á Ísafirði, gaf kirkjunni stóran skírnarsá úr marmara árið 1899. Prédikunarstóllinn er úr eik með útskornum líkneskjum guðspjallamannanna, gerður af Ágústi Sigurmundssyni og gefinn af brottfluttum Ísfirðingum á aldarafmæli kirkjunnar. Margir góðir gripir kirkjunnar eru í vörzlu Þjóðminjasafnsins, s.s. málað trélíkneski af Maríu guðsmóður frá því um 1500 og lítil altaristafla, máluð á tré. Margir munir fóru forgörðum í bruna árið 1987.

Hróbjartur Hróbjartsson arkitekt var beðinn um að teikna nýja kirkju, sem var vígð 1995. Lögun hennar táknar öldur hafsins.

Myndasafn

Í grennd

Ísafjörður
Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður me…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )