Hvolsá og Staðarhólsá í Saurbæ í Dölum eru veiddar með 4 dagstöngum en þær koma saman áður en þær falla í Gilsfjörð. Þær þykja afar fallegar og gefa þetta 50-100 laxa á sumri. Árnar eru þó mun þekktari fyrir frábæra sjóbleikjuveiði og hefur veiðin farið yfir 1000 fiska þegar vel árar.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 170 km.