Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hverfjall

Hverfjall eða Hverfell er meðal stærstu og formfegurstu gjóskugíga í heimi. Hann varð til í gosi fyrir  u.þ.b. 2500 árum. Þvermál hans er í kringum 1000 m og gígskálin er 140 m djúp. Niðri í henni er 20 m hár, keilulaga hóll. Hæst rís Hverfjall í 452 m yfir sjó og hæð þess yfir umhverfið nálgast 150 m. Þegar gígurinn myndaðist, dreifðist gjóskan um allt Mývatnssvæðið. Svo virðist sem suðurhluti hans hafi skriðið fram í gosinu og raskað nokkuð jafnri hæð og hringlögun gígbrúnarinnar. Á landnámsöld rann Hraun frá Svörtuborgum við suðurenda Námafjalls kringum Hverfjall. Samtímis gaus í hlíðunum ofan Hlíðardalsins. Frá hringveginum um Mývatn, á Geiteyjarströnd, liggur hliðarvegur alla leið að rótum Hverfjalls. Gönguleiður upp á Hverfjall eru aðeins tvær, frá norðvestri og suðri. Það er stranglega bannað að nota aðrar leiðir upp eða niður hlíðar þess.

Á Mývatnsöræfum, rétt vestan Jökulsár á Fjöllum og örskammt sunnan þjóðvegar, þar sem leiðin liggur suður í Herðubreiðarlindir, Dyngjufjöll og Kverkfjöll, er annar gígur af sömu tegund, Hrossaborg. Hann er u.þ.b. 10.000 ára og mestallt laust efni hans skolaðist brott í hamfarahlaupum Jökulsár fyrir 8000-10.000 og 3000 árum, þegar gljúfur árinnar og Ásbyrgi mynduðust.

Skemmtileg gönguleið liggur í gegnum Dimmuborgir að og upp á Hverfjall og frá því um úfið hraun frá 1875 til Grjótagjár. Einnig er skemmtilegt að ganga frá Hverfjalli með hlíðum Námafjalls að Hverarönd.

Myndasafn

Í grend

Mývatn, Silungsveiði
Mývatn er 36,5 km². Það er í 277 m.y.s., mjög vogskorið og með rúmlega 40 eyjum og hólmum. Mesta náttúrulegt dýpi er 4,5 m og víða er mun grynnra. Mun…
Sögustaðir Norðurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )