Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hveradalir

Hellisheiðarvirkjun

Hveradalir við Hellisheiði

Hveradalir er samnefni dalverpanna sunnan og suðvestan Reykjafells vestan Hellisheiðar og norðaustan  þjóðvegarins við Litlu kaffistofuna. Uppi í svokallaðri Flengingarbrekku var stökkpallur fyrir skíðamenn. Skíðaskálinn er ofan mynnis stærsta dalverpisins, Stóradals, og ofan hans eru hverirnir, sem svæðið er kennt við. Hveradalaflöt er í nágrenni þeirra og nær að Lakahnúkum. Hún var áningastaður ferðamanna á leiðinni yfir Hellisheiði. Skíðafélag Reykjavíkur reisti Skíðaskálann 1934 og seldi Reykjavíkurborg hann 1971. Tuttugu árum síðar brann hann til kaldra kola (21. jan.).

Árið 1992 (4. apríl) var nýr skáli í svipuðum stíl tekinn í notkun (vígður 17. júní). Ofan Skíðaskálans eru tvö minnismerki, annað um Ludvig H. Müller (1879-1952), kaupmann og formann Skíðafélags Reykjavíkur í 26 ár frá stofnun félagsins 1914, og hinn um Kristján Ó. Skagfjörð (1883-1951), kaupmann og formann félagsins næstu 11 árin. Danskur maður, A. C. Høyer, bjó í Hveradölum á árunum 1930-40. Þar kom hann upp gufu og leirböðum og vísi að ylrækt. Hinn fyrrum fjölfarni Lágaskarðsvegur liggur um Stóradal, Hellur og Lágaskarð austan Stóra-Meitils frá Hveradölum austur í Hjalla í Ölfusi.

Orkuveita Reykjavíkur opnaði upplýsingamiðstöð fyrir almenning vegna byggingar Hellisheiðarvirkjunar í Skíðaskálanum 2005. Eftir opnun virkjunarinnar var hún flutt þangað.

 

Myndasafn

Í grennd

Hellisheiði
Hellisheiði Hellisheiði er sunnan Henglafjalla. Austurmörk hennar eru um Hurðarás frá Núpafjalli, Hengladalaá. Í   norður nær hún til Litla- og Stóra…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )