Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hvalnes. í Lóni

Höfn

EYSTRAHORN – HVALNES – VESTRAHORN

Hvalnes í Lóni er austasti bær í Austur-Skaftafellssýslu og stendur undir Eystrahorni, sem er hrikalegt   og   snarbratt fjall að mestu úr gabbró og granófýr. Skriðurnar við rætur þess eru gróðurlausar. Björn Kristjánsson fann þar gull, silfur, kvikasilfur og fleiri málma. Fyrrum hét fjallið Hvalneshorn og þá hét Vestrahorn Eystrahorn. Á þessum tíma var Horn á Hornströndum kallað Vestrahorn.

Það var skammt á góð fiskimið frá Hvalneskrók og þangað sóttu Norðlendingar sjóinn á 15. öld. Þeir ferðuðust um hálendið og Víðidal. Hvalneskrókurinn var löggilt siglingahöfn 1912 og vitinn þar var byggður 1954

Tyrkir tóku land á Hvalnesi 1627 og rændu og rupluðu en fundu ekkert fólk, því það var allt í seli. Þjóðvegur #1 liggur um Hvalnesskriður og Þvottárskriður síðan 1981 rétt hjá Hvalneskrók en áður lá hann um hrikalegan fjallveg, Lónsheiði, þar sem slys voru tíð.

Margir leggja smálykkju á leið sína að vitanum eða aka að bílastæði við rifið undan Hvalsnesi. Tímanum er vel varið á góðum degi við skemmtigöngu í fjörunni og uppi við vitann í þessu einstaka umhverfi.

Vestrahorn (454m) er yzt á nesinu milli Skarðsfjarðar og Papafjarðar. Það er girt hrikalegum hömrum og mikilúðugt. Skarðsfjarðarmegin var bærinn Horn, sem er gapandi tóft, og Papafjarðarmegin eru rústir verzlunarstaðarins Papóss. Safnhúsið á Höfn er eina húsið þaðan, sem var varðveitt. Vestrahorn er eitt fárra fjalla hérlendis, sem er næstum eingöngu úr gabbrói. Fær, en svolítið ógreiðfær gönguleið liggur fyrir fjallið og margir njóta hennar á góðum degi. Brunnhorn er upptyppingur austan aðalfjallsins. Bæði Eystrahorn og Vestrahorn eru úr djúpbergi, gabbrói og granófýr, sem þrengdi sér í fljótandi formi upp í blágrýtislögin djúpt í jarðskorpunni. Fyrrum álitu margir, að þessar bergtegundir, sem eru sjaldgæfar á Íslandi, væru elztu hlutar landsins. Svo er þó ekki, því að blágrýtislögin á Austfjörðum og Vestfjörðum eru elzt. Þá er einkum átt við Gerpi á Austfjörðum og Straumnes við Ísafjarðardjúp.

 

Myndasafn

Í grennd

Austurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Jökulsárlóni að Bakkafirði. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið neðan v…
Djúpivogur
Djúpivogur er kauptún við Berufjörð. Árið 1589 fengu Hamborgarkaupmenn leyfi til verzlunar á Djúpavogi og hefur verið verzlun þar síðan. Örum & Wu…
Höfn í Hornafirði
Höfn er eini bærinn á landinu, sem er í skipgengdum árósi. Þar byggist lífið á fiski, verzlun og ferðaþjónustu. Hornafjarðarbær er á nesi milli Horna…
Illdeilur og morð á Austurlandi
Smáorrustur, illdeilur, morð og aftökur á miðöldum á Austurlandi. Aðalból Gröf Hvalnes Illdeilur og morð á …
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )