Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hvallátur

hvalllatur

Þrír aflangir, samhliða eyjaklasar mynda Hvallátur. Sundin tvö, sem aðskilja þá voru alfararleiðir fyrrum og annað þornar á kafla um fjöru en hitt, þegar stórstreymt er, en þá verður nánast manngengt um alla landareignina, sem er allvíðáttumikil. Syðsti hlutinn, framhald Svefneyjalanda, er stærstur, 4½ km langur frá Breiðasundi, og til hans er einkum vísað, þegar talað er um Látralönd.
Heimaeyjan er rúman km norðvestan innri hluta þeirra. Eyja- og hólmastóð hennar (Heimalönd; 2 km löng) liggur til suðvesturs, í átt að Flateyjarsundi.

Styzta leiðin úr Skáleyjum til Flateyjar og Svefneyja liggur um sundið, sem þornar ekki nema um stórstraum. Þar eru mannanna verk allt frá fyrstu byggð eyjanna, skurður, sem hefur verið stækkaður síðan. Bændur af meginlandinu fóru þessa leið gjarnan til Flateyjar.

Heimaeyjan er lítil en heildargraslendi Hvallátra er líklega hið mesta á Vestureyjum, sem eru alls u.þ.b. 240 talsins. Helztu eyjar hinna svonefndu Heimalanda eru: Nautey, Djúpey, Tréseyjar, Rótareyjar, Yztey og margir smáhólmar. Tvær Akureyjar, Innri og Ytri, eru áfastar heimaeynni.

Snemma á 20. öld var ungur hestur seldur frá Múla á Skálmarnesi út í Hvallátur (Látur). Hann strauk til sama lands, þar sem eru 7-8 km á milli, og hefur getað hvílt sig á leiðinni á ýmsum hólmum og skerjum. Þarna er allmikill straumþungi og oft vont sjólag. Hann var kallaður Sundhani eftir þessa þolraun og fékk að vera um kyrrt á Múla til gamals aldurs, þegar hann var fluttur til Ögurs við Stykkishólm. Þaðan reyndi hann þó nokkrum sinnum að komast aftur heim, en náði bara til næstu eyja.

Engar óyggjandi upplýsingar eru til um upphaf byggðar í Hvallátrum og eyjanna er ekki getið í Landnámu. Kjalareyjar koma fyrir í Laxdælu, Sturlungu og Biskupasögum. Guðmundur biskup góði kom við í eyjunum á leið sinni frá Reykjanesi í Flatey snemma á 13. öld. Afkomandi Hrafns Sveinbjarnarsonar er sagður búsettur í Látrum sem læknir í sögu hans rúmri öld síðar. Síðar var þar prestsetur um hríð. Séra Árni Jónsson (Björnssonar í Flatey), sem þar bjó, þótti fjölkunnugur. Hans og álagabletta er getið í Þjóðsögum Jóns Árnasonar

Myndasafn

Í grennd

Breiðafjarðareyjar, Þúsund Eyja Flói.
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins (mynnið 70 km breitt). Innan til, þar sem hann er grynnri, eru óteljandi eyjar (u.þ.b. 2700 með einhverju…
Skáleyjar
Skáleyjar (u.þ.b. 160) eru innsti hluti Inneyja Hvalláturs og næstar landi. Þær eru ekki eins þéttar og Látra- og Svefneyjalönd, þannig að ekki fjarar…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )