Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Húsavíkurkirkja

Húsavík

Húsavíkurkirkja er í Húsavíkurprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Hún var vígð 2. júní 1907.  Húsavík Rögnvaldur Ólafsson, arkitekt, teiknaði kirkjuna, sem er krosskirkja, byggð úr norskum viði. Yfirsmiður var Páll Kristjánsson, kaupmaður á Húsavík. Turn kirkjunnar er 26 m hár. Hún er frábrugðin öðrum kirkjum að því leyti, að enginn venjulegur predikunarstóll er í henni. Freymóður Jóhannesson, listmálari, málaði og skreytti kirkjuna að innan árið 1924.

Sveinn Þórarinsson, listmálari frá Kílakoti, Kelduhverfi, málaði altaristöfluna 1930-31. Hún sýnir upprisu Lazarusar. Jóhann Björnsson, útskurðarmeistari á Húsavík, gerði skírnarsáinn og aðra útskorna gripi kirkjunnar. Pípuorgelið var vígt 8. nóvember 1964. Elztu gripir kirkjunnar eru tveir kertastjakar úr tini, sem danskur kaupmaður, Peter Hansen, gaf kirkjunni 1640. Pípuorgelið var vígt 8. nóvember 1964. Kirkjan sjálf var vígð 2. júní 1907.

Myndasafn

Í grennd

Húsavík
Húsavík er kaupstaður við innanverðan Skjálfanda að austanverðu. Fiskvinnsla og útgerð hefur verið ein  af stoðum atvinnulífisins ásamt með verslun og…
Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )