Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hrollaugsstaðir

Hrollaugsstaðir voru helmingaeign kirknanna að Valþjófsstað og Hallormsstað og síðast Vallaneskirkju

en hún komst í einkaeign 1967. Björn Ólafsson (1770-1866), skáld, sem orti Grýlukvæði, bjó á Hrollaugsstöðum á 19. öld. Mörk jarðarinnar að Bóndastöðum eru frá Mjóaaffalli við Selfljót, yfir Torfatjörn norðanverða að Markhamri við gamla þjóðveginn. Þaðan í Heygarða við Vatnablá norðan Víðastaðavatns. Vesturmörkin liggja um votlendið í syðri vatnsfótinn, þaðan beint til austurs og norður í Ásgrímsstaðavatn, norður yfir Jökullæk í Klúkumörk og að Selfljóti rúmlega hálfan kílómetra innan Klúku.

Eyðibýlið Engilækur (í byggð frá 1830-1900), sem er innan þessara marka og var hjáleiga, er í klukkustundar göngufjarlægð frá Hrollaugsstöðum. Einsetubóndinn Kolbeinn Ísleifsson frá Rauðholti bjó þar lengst og liggur grafinn í kirkjugarðinu að Hjaltastöðum með nagla í iljum.

Bæjarstæði Hrollaugsstaða er austanvert við langt og sveigt klettabelti, sem rís upp í Hrollaugsstaðaháls. Þar voru tvenn beitarhús og eitt við Jökullæk. Drangar og strípur heima við bæinn ljá landslaginu sérkennilegt yfirbragð.

Einum dranganna svipar til kirkju og heitir Kirkjustrípur. Beint upp af bænum er Langistrípur. Engar sagnir eru til af huldufólki í þessu landslagi, þótt það sé vel til slíkrar búsetu fallið. Kristinn Magnússon, bóndi, byggði nýjan bæ árið 1945 og gróf brunn neðan Kirkjustrípna. Talið er, að hann hafi fengið viðvörun í draumi um að láta það ógert, og hafi síðan átt við langt heilsuleysi upp úr því. Hrollaugsstaðir fóru í eyði 1968.

Myndasafn

Í grennd

Egilsstaðir og Fellabær
Egilsstaðir og Fellabær eru á Fljótsdalshéraði, en þar er eitthvert veðursælasta svæði landsins, minnir helzt á meginlandsloftslag. Egilsstaðahrepp…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )