Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hrafntinnuhryggur

Hrafntinnuhryggur (685m) er skammt austan og suðaustan Kröflu á Mývatnsöræfum. Hann myndaðist  Landsvirkjunlíklega í gosi undir jökli. Eftir honum endilöngum er stór og mikill gangur úr hrafntinnu og víða umhverfis, þ.m.t. í skriðunum, eru misstór brot úr henni. Gæta verður varúðar, þegar fólk brýtur hana, því að hún er glerkennd og flísar geta skotist í augu þess. Hrafntinna var numin úr Skerinu til skreytingar á Þjóðleikhúsinu 1936.

Það er óhætt að mæla með göngu frá sprengigígnum Víti í Kröfluhlíðum, upp á Kröflu og niður suðurskriðurnar, þaðan upp á hrafntinnuhrygg og niður veginn að Kröflustöð. Þar er hlið, sem er yfirleitt lokað mað keðju. Óski fólk að aka upp að hryggnum, er hægt að fá leyfi í Kröflustöð til þess.

 

Myndasafn

Í grennd

Krafla
Nafnið á fjallinu, sem heitir Krafla, hefur teygzt út yfir háhitasvæðið suðvestan þess eftir tilkomu  virkjunarinnar frá 1974. Leirhnjúkur er á syðsta…
Mývatn, Silungsveiði
Mývatn er 36,5 km². Það er í 277 m.y.s., mjög vogskorið og með rúmlega 40 eyjum og hólmum. Mesta náttúrulegt dýpi er 4,5 m og víða er mun grynnra. Mun…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )