Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Höskuldsvatn

Veiði á Íslandi

Höskuldsvatn er í Reykjahreppi í S.-Þingeyjarsýslu. Það er 1,26 km², mjög grunnt og í 262 m hæð yfir sjó. Vatnið er uppi á Reykjaheiði, steinsnar frá Húsavík. Vegurinn er fær öllum bílum í þurru.

Bleikja er í vatninu, allgóður fiskur, og eitthvað hefur verið sett í það af seiðum. Netaveiði hefur verið reynd með góðum árangri. Höskuldur hét landnámsmaðurinn, sonur Þorsteins þurs. Hann nam lönd öll fyrir austan Laxá og bjó í Skörðuvík. Vatnið er kennt við hann, því hann drukknaði í því.
Vegalengdin frá Reykjavík er 490 km um Hvalfjarðargöng og 10 km frá Húsavík.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )