Hörgsdalur er bær á Mývatnsheiði í Mývatnssveit. Þar fannst mannvirki, sem líklega var hörgurinn (hofið), sem bærinn er kenndur við. Það er tæplega 10 m langt og 6 m breitt. Um það þvert er grjótbálkur, sem nær ekki veggja á milli. Ofan á honum eru fjórir stórir steinar undir sléttri og eldborinni hellu, sem í er klöppuð grunn skál. Undir hellunni er lítil steinn með íklöppuðum bolla. Tilgátur eru uppi um, að þarna hafi verið fórnaraltari. Brýni, kljásteinar og ýmsir smámunir fundust ásamt ösku og viðarkolum. (Árbórk Fornleifafélagsins 1901 og 1903).