Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hörgsdalur í Mývatnssveit

Hörgsdalur er bær á Mývatnsheiði í Mývatnssveit. Þar fannst mannvirki, sem líklega var hörgurinn (hofið), sem bærinn er kenndur við. Það er tæplega 10 m langt og 6 m breitt. Um það þvert er grjótbálkur, sem nær ekki veggja á milli. Ofan á honum eru fjórir stórir steinar undir sléttri og eldborinni hellu, sem í er klöppuð grunn skál. Undir hellunni er lítil steinn með íklöppuðum bolla. Tilgátur eru uppi um, að þarna hafi verið fórnaraltari. Brýni, kljásteinar og ýmsir smámunir fundust ásamt ösku og viðarkolum. (Árbórk Fornleifafélagsins 1901 og 1903).

Myndasafn

Í grennd

Mývatn, Silungsveiði
Mývatn er 36,5 km². Það er í 277 m.y.s., mjög vogskorið og með rúmlega 40 eyjum og hólmum. Mesta náttúrulegt dýpi er 4,5 m og víða er mun grynnra. Mun…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )