Hörgsá er í Skaftárhreppi í Vestur – Skaftafellssýslu. Hörgsá er tær bergvatnsá, langt komin, sem fellur lengi í þrengslum og gljúfrum í fögru og hrikalegu umhverfi.
Veiðistaðirnir eru margir, og helst neðarlega í ánni. Mest veiðist af sjóbirtingi af öllum stærðum, jafnvel yfir 10 pund, og aðeins verður vart við lax á svæðinu. Veiðitímabilið byrjar 1 apríl. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 285 km og um 12 km frá Klaustri.