Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hörðudalsá

Hörðudalsá

Þetta er 2-3 stanga, afburðagóð sjóbleikjuá með laxavon. Þar veiðast yfir 1000 bleikjur á góðu sumri og allt að 70 laxar. Hörðudalur er fallegur dalur, sem gengur suður frá Hvammsfirði.

Hann er kenndur við skipverja Auðar djúpúðgu, sem gaf honum dalinn til ábúðar. Dalurinn klofnar í Laugardal og Vífilsdal. Að eyðibýlinu Laugum er sundlaug sveitarinnar. Sagt er að þessi sveit sé hin eina, þar sem aldrei hefur verið kirkja, einungis bænahús á Dunki, og sóknarkirkjan var í Snóksdal. Gott veiðihús er við ána.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )