Hópsnes er nesið milli Hraunsvíkur og Járngerðarstaðavíkur við Grindavík. Að austanverðu heitir það Þorkötlustaðanes. Vitinn á Hópsnesi var reistur 1928.
Við veginn um nesið liggja flök skipa, sem strönduðu á þessu hættulega svæði.