Hólmavatn er í Hvítársíðuhreppi í Mýrarsýslu. Það er 2,4 km² og í 358 m hæð yfir sjó. Útfall þess er til norðurs um Skammá, sem fellur til Lambár og hún í fossi til Kjarrár.
Mikið er af bleikju í vatninu, en minna af urriða. Svolítil netaveiði er stunduð. Tvö lítil veiðihús eru austan vatnsins, 4 svefnrúm í hvoru. Þau eru innifalin í verði leyfanna, sem ná líka til Lambár lítið eitt norðar. Þangað verður að ganga. Vegur til veiðihúsanna liggur frá Þorvaldsstöðum.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 190 km.