Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hólavatn

Hólavatn er í Saurbæjarhreppi í Eyjafjarðarsýslu. Það er 0,2 km², nokkuð djúpt og í 40 m hæð yfir sjó.   Þjóðvegur 826 liggur meðfram vatninu. Mikil mergð er af smárri bleikju í vatninu og þar hefur jafnframt verið sleppt regnbogasilungi og laxi.

Bátar og veiðistangir eru til leigu og í veiðihúsinu eru til sölu léttar veitingar. Vestan við vatnið eru sumarbúðir KFUM en við norðausturendann er miðstöð veiðimanna.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 425 km um Hvalfjarðargöng og 38 km frá Akureyri.

Veiðileyfin eru seld í miðstöð veiðimanna við vatnið.

 

Myndasafn

Í grennd

Akureyri
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )