Hólavatn er í Saurbæjarhreppi í Eyjafjarðarsýslu. Það er 0,2 km², nokkuð djúpt og í 40 m hæð yfir sjó. Þjóðvegur 826 liggur meðfram vatninu. Mikil mergð er af smárri bleikju í vatninu og þar hefur jafnframt verið sleppt regnbogasilungi og laxi.
Bátar og veiðistangir eru til leigu og í veiðihúsinu eru til sölu léttar veitingar. Vestan við vatnið eru sumarbúðir KFUM en við norðausturendann er miðstöð veiðimanna.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 425 km um Hvalfjarðargöng og 38 km frá Akureyri.
Veiðileyfin eru seld í miðstöð veiðimanna við vatnið.