Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hólasandur

Hólasandur er stórt uppblásturssvæði milli Mývatns og Laxárdals. Um hann liggur svokallaður Kísilvegur, sem var lagður til að stytta leiðina frá Mývatni til Húsavíkur með afurðir kísilgúrverksmiðjunnar. Fyrrum var þarna alfaraleið frá Grímsstöðum til Laxárdals. Sandvatn er syðst á Hólasandi. Þar er kjarr og annar gróður, sannkölluð vin í eyðimörkinni. Nyrztu svæði sandisns eru kölluð Randir. Þar var reist girðing fyrir landgræðslu. Hún dró verulega úr uppblæstri, sem ógnaði Reykjaheiði. Mikið landgræðsluátak í nafni Húsgulls á Hólasandi.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )