Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hofskirkja

Hofskirkja er í Kálfafellstaðarprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún er að stofni til frá 1884. Hún   með veggjum úr grjóti og helluþaki með torfi. Þjóðminjasafnið fékk hana til eignar með því skilyrði að það sæi um endurbygginu hennar á árunum 1953-54.
Jón Jakobsson, bóndi í Klömbrum undir Eyjafjöllum, gerði altaristöfluna og prédikunarstólinn, þegar hann endurbyggði kirkjuna 1857 og líklega smíðaði Jón Guðmundsson í Lækjahúsum á Hofi hurðarskrána á sama ári. Tinstjakarnir í kirkjunni eru danskir frá 17. eða jafnvel 16. öld. Altaristaflan er eftir Ólaf Túbals frá Múlakoti. Katólskar kirkjur á Hofi voru helgaðar heilögum klemensi. Hofskirkja var útkirkja frá Sandfelli að lögum til 1970, þegar Sandfellsprestakall var lagt niður. Núverandi kirkja er talin smíðuð á árunum 1883-84.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Kirkjur á Suðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Akureyjarkirkja Árbæjarkirkja Ásólfsskálakirkja Ásólfsskáli Bræðratungukirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )