Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hoffell

Hoffell er stórbýli í Nesjum. Landnáma segir, að Auðun hinn rauði hafi keypt þar land af Hrollaugi og m.a. reist þar hof. Meðal verðmætra steina, sem finnast á landareigninni, eru marmari, silfurberg, ópalar og jaspís. Stærsti silfurbergssteinninn, sem fannst þar, vóg 175 kg. Hann var sendur til Reykjavíkur og þaðan var hann seldur til Þýzkalands á háu verði.

Talsvert er um ríólít í fjöllum og flest bendir til þess, að þetta umhverfi hafi verið megineldstöð fyrrum. Námavinnsla var stunduð í Hoffellslandi fyrir tilstuðlan Guðmundar Hoffells (1875-1945).

Jón Helgason, sýslumaður, bjó á Hoffelli í lok 18. aldar. Hann fetaði ekki troðnar slóðir og átti í miklum útistöðum við marga. Hann var dæmdur í sektir og frá embætti að lokum. Afkomendur hans hafa búið að Hoffelli síðan.

Myndasafn

Í grennd

Hoffellsdalur
Hoffellsdalur er austastur dala Nesja. Þar er bærinn Hoffell við rætur Hoffellsfjalla, þar sem er mikið úrval náttúrusteina. Alls konar skrautlegir st…
Hoffellskirkja
Hoffellskirkja er í Bjarnanessókn og var kirkjustaður um aldir. Þá var hún kirkja Hoffellssóknar allt til  1894. Jón Guðmundssonb, bóndi, keypti eigna…
Höfn í Hornafirði
Höfn er eini bærinn á landinu, sem er í skipgengdum árósi. Þar byggist lífið á fiski, verzlun og ferðaþjónustu. Hornafjarðarbær er á nesi milli Horna…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )