Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Höfðavatn

hofdavatn

Höfðavatn er í Höfðahreppi í Skagafjarðarsýslu. Það er 10 km², vatnsflöturinn er við sjávarmál og   mesta dýpi er 6,4 m. Meðaldýpið er 3,9 m. Veiðileyfi gilda á milli Merkjavíkur að sunnan og Gljúfurár að norðan og fjöldi þeirra er ekki takmarkaður. Veiðin er vatnableikja og sjóbleikja , sem vegur ½-3 pund.

Veiðitíminn er frá febrúar til september, enda nokkur dorgveiði síðla vetrar. Góður vegur er alveg niður að vatni. Umhverfi Höfðavatns er skemmtilegt. Drangey, Málmey og Þórðarhöfði blasa við. Í Málmey mátti enginn búa lengur en tvo áratugi, ella átti húsfreyjan að hverfa.
Vegalengdin frá Reykjavík er 350 km og 7 km frá Hofsósi.

 

Myndasafn

Í grennd

Hofsós
Hofsós er lítið og vinalegt þorp við austanverðan Skagafjörð, tiltölulega stutt frá Sauðárkróki. Hofsós á að baki 400 ára sögu verslunar og viðskipta …
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )