Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hjarðarholtskirkja

Hjarðarholtskirkja er í Hjarðarholtsprestakalli í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi. Hún var reist 1904 og  sama ár. Hún er krosskirkja úr timbri með allháum ferstrendum turni, járnvarin. Rögnvaldur Ólafsson var húsameistari og kirkjan mun hafa verið prófverkefni hans. Hún er minnst þriggja krosskirknanna, sem hann teiknaðimeð gríska krossinn að fyrirmynd.

Kirkjunni hefur verið breytt nokkuð frá upprunalegri gerð, einkum að innan. Skírnarsárinn, gerður af Guðmundi Kristjánssyni, bónda og myndskera á Hörðubóli, er meðal margra góðra gripa hennar. Silfurskálin í honum var gjöf til kirkjunnar 1964.

Katólskar kirkjur staðarins voru helgaðar Jóhannesi skírara. Kirkjur, sem tilheyra Hjarðarholtsprestakalli eru Hjarðarholt, Kvennabrekka, Stóra-Vatnshorn og Snóksdalur.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki eftir prófastsd…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )