Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hillebrandshús Blönduós

Hillebrandshús er elzta timburhús landsins. Húsið var byggt árið 1733 á Skagaströnd og síðan flutt til Blönduóss og endurreist þar árið 1878. Það var endurbyggt í upphaflegri mynd sem vöruhús skömmu fyrir aldamótin 2000 og var notað til margs konar sýninga. Þar var lengi sýning með fróðleik um hafís, svo kallaða Hafíssetur, en því hefur verið lokað. Blönduós við Húnaflóa er hentugur staður til að minnast „fjandans úr norðri”, sem sést stundum enn þá á reki á flóanum. Stundum lóna þar stórir ísjakar sumarlangt og hann var fyrstur norðlenzkra flóa og fjarða til að fyllast af hafís áður fyrr. Þangað bárust einnig hvítabirnir með ísnum, en flóinn ber nafn af afkvæmum þeirra.

Myndasafn

Í grennd

Blönduós
Blönduós er kaupstaður, sem liggur beggja vegna ósa Blöndu. Hillebrandtshúsið var upphaflega byggt á Skagaströnd (Höfðakaupstað) árið 1733 og flutt ti…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )