Hestvatn er stórt og djúpt vatn í Grímsnesi. Helstu veiðistaðir eru við Kríutanga, Heimavík, Austurvík og Vesturvík.
Veiðin er bleikja, urriði og murta og einstaka áll. Útfall þess er norður við Hestfjall, til Hvítár um Slauku, sem til forna hét Hestlækur. Það er hægt að aka alla leið að Heimavík en 5-10 mín. gangur frá veginum að Austur- og Vesturvík. Góð tjaldstæði eru skammt frá Kiðjabergi.
Ekki er seld veiðileyfi að Hestvatni sem við vitjum um.
Vegalengd frá Reykjavík er um 80 km.