Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hestur er bær í Andakíl

Hestur er bær í Andakíl í Borgarfirði. Þar var kirkja (aflögð 1765) og prestsetur Hestþinga til 1944 (flutt  Staðarhóli, hjáleigu frá Hvanneyri).

Tryggvi Þórhallsson (1889-1935), þingmaður, forsætisráðherra, formaður Búnaðarfélags Íslands og bankastjóri Búnaðarbankans, bjó um hríð að Hesti. Hann var einnig ritstjóri Tímans um tíma og var einn stofnenda Framsóknarflokksins (síðar Bændaflokksins).

Séra Eiríkur Albertsson (1887-1972) var síðasti prestur að Hesti. Hann var einnig skólastjóri alþýðuskólans á Hvítárbakka um tíma og stofnaði síðan slíkan skóla að Hesti (1923-26). Búnaðarfélag Íslands á Hest og rekur þar tilraunabú í sauðfjárrækt (1943) í tengslum við Landbúnaðarskólann á Hvanneyri. Milli Hests og Skorradals er Hestháls, Hestfjall (221m) og Skorradalsháls.

 

Myndasafn

Í grennd

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )