Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hestur er bær í Andakíl

Hestur er bær í Andakíl í Borgarfirði. Þar var kirkja (aflögð 1765) og prestsetur Hestþinga til 1944 (flutt  Staðarhóli, hjáleigu frá Hvanneyri).

Tryggvi Þórhallsson (1889-1935), þingmaður, forsætisráðherra, formaður Búnaðarfélags Íslands og bankastjóri Búnaðarbankans, bjó um hríð að Hesti. Hann var einnig ritstjóri Tímans um tíma og var einn stofnenda Framsóknarflokksins (síðar Bændaflokksins).

Séra Eiríkur Albertsson (1887-1972) var síðasti prestur að Hesti. Hann var einnig skólastjóri alþýðuskólans á Hvítárbakka um tíma og stofnaði síðan slíkan skóla að Hesti (1923-26). Búnaðarfélag Íslands á Hest og rekur þar tilraunabú í sauðfjárrækt (1943) í tengslum við Landbúnaðarskólann á Hvanneyri. Milli Hests og Skorradals er Hestháls, Hestfjall (221m) og Skorradalsháls.

 

Myndasafn

Í grennd

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )