Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hellnakirkja

Hellnakirkja er í Staðarprestakalli í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi. Á Hellnum var sett kirkja 1880,  Einarslóns- og Laugarbrekkusóknir höfðu verið sameinaðar. Nú er þar útkirkja frá Staðarstað, allar götur síðan 1917.

Kirkjan, sem nú stendur, var vígð 12. ágúst 1945. Hún er steinsteypt og var í byggingu á árunum 1943-1945. Altaristaflan sýnir Jesús og lærisveinana í Emmaus. Umgerð hennar er eftir Jóhannes Helgason (1887-1920, myndskera í Gíslabæ á Hellnum. Hann var mikið listamannsefni og allt stefndi að því, að Alþingi styrkti hann til náms erlendis. Úr því varð þó ekki, því hann dó sviplega, varð úti á leið til Hellissands. Tveir forláta koparhringir eru á kirkjuhurð og sáluhliði, gjafir frá séra Ásgrími Vigfússyni og Sigríði Ásgeirsdóttur, konu hans.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki eftir prófastsd…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )