Hellisey (122m) er tæplega miðleiðis milli Heimaeyjar og Surtseyjar. Hún er grasi vaxin og dregur nafn sitt líklega af Stórhellum undir hábungu hennar austanverðri. Hún er líklega hluti gígbarms. Víða slúta björg eyjarinnar, þannig að sig er aðeins á vönustu manna færi og aragrúi af svartfugli á þar heima.
Hörð eru sig í Háubæli og hættuleg.
Hábrandinn ei hræðist ég, en Hellisey er ógurleg.
(Háubæli = Elliðaey; Hábrandur = Brandur).