Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Helgafell

Helgafell er kirkjustaður við rætur samnefnds fells í Helgafellssveit á Þórsnesi, sunnan Stykkishólms.   Kirkjan, sem nú stendur þar, var reist árið 1903 og vígð á nýársdag 1904. Henni svipar til gömlu kirkjunnar í Stykkishólmi, sem var síðast gerð upp 1998. Samkvæmt Eyrbyggju reisti Þorsteinn þorskabítur, sonur Þórólfs mostraskeggs landnámsmanns, sér þar bú fyrstur manna. Einn sona hans var Þorgrímur, sem Gísli Súrsson vó. Eftir skilnað Barkar og Þórdísar Súrsdóttur tók Snorri goði Þorgrímsson við búi þar.

Hann lét byggja þar kirkju og á síðari hluta ævinnar skipti hann á búi við Guðrúnu Ósvífursdóttur að Laugum í Sælingsdal og bjó þar til dauðadags. Leiði Guðrúnar er norðan við miðja kirkjuna, utan kirkjugarðsins. Það er afgirt og snýr að kirkjunni að írskum sið. Minnisvarðinn á því er úr steini úr Helgafelli. Það var sett upp árið 1979. Guðrún er sögð hafa gerzt einsetukona í klaustri að Helgafelli, er árin færðust yfir hana. Rústir þess eða einhvers annars mannvirkis eru uppi á fellinu. Sú Þjóðtrú ríkir á Helgafelli, að sé gengið þrisvar rangsælis umhverfis gröf Guðrúnar og síðan þegjandi, án þess að líta við, upp á fellið og án slæmra hugsana, rætist ósk viðkomandi, þegar upp er komið, ef hann eða hún skýrir ekki frá því, sem óskað er.

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …
Stykkishólmur
Stykkishólmur er oft kallaður höfuðstaður Snæfellsness. Bærinn stendur á innanverðu Snæfellsnesi, yzt á Þórsnesi. Byggðin stendur á klettaborgum með f…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )