Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hegningarhúsið

Hegningarhúsið Skólavörðustíg
Mynd: Guðmundur D. Haraldsson.

Hegningarhúsið ( tugthúsið) við Skólavörðustíg

Hegningarhúsi(1871-73; C. Kientz) er við Skólavörðustíg og hefur verið í notkun frá árinu 1874. Það er hegningahusið eina steinhús landsins, sem var byggt úr ótilhöggnu grjóti. Miðhlutinn var dómshús, austurálman fangarými og vesturálman íbúð fangavarðar. Byggingin ber merki nýklassísks stíls. Húsið var friðað árið 1978. Fangarýmum var fækkað úr 23 árið 1989 í 19 vegna kröfu heilbrigðisyfirvalda. Þar var rými fyrir 16 fanga og þar af voru tvö fyrir fanga í einangrun.

Hegningarhúsið er eina fangelsið sem var byggt sem slíkt og en þar var starfsemi lögð niður 1.júní 2016. Húsið er á tveimur hæðum sem voru í notkun en kjallari var með öllu ónothæfur. Fangar voru vistaðir á jarðhæð og er veggur sem skilur það rými frá aðstöðu fangavarða. Aðstaða til líkamsræktar eða tómstundavinnu var lítil sem engin, en allstór garður með sparkvelli og einu körfubolltaspjaldi var norðanmegin við húsið. Fangar fengu að fara í útivist frá 9.30 til 10.00 og síðan seinnipart dags frá 16.30 til 17.00 alla daga vikunar. Árið 2020 hófst vinna við endurbætur á húsinu og stefnt að því að breyta húsinu og opna fyrir almenning.
Í 6. árgangi Eimreiðinnar 1900 er fjallað um Hegningarhúsið  í grein Benedikts Gröndal „Reykjavík um aldamótin 1900“. Þar segir m.a.

Þá er stór og mikilfeng steinbygging, og ekki úr höggnum steini, heldur hlaðin upp eins og af jötnum og grjótinu klest í kalkið, minnir það á hina kyklópisku múra og byggingar í Grikklandi; það er ÞINGHÚS bæjarins og HEGNINGARHÚS, almennt kallað tugthúsið; það er dimt og ískyggilegt útlits; þar dæmir landsyfirrétturinn dóma sína eins og Æsir við Urðabrunn, en ekki er kunnugt, að þar sé nokkur brunnur, sem dreypa megi á, en ekki vantar vætuna, því allt húsið rennur og flýtur af raka og sagga, eins og öll steinhús, sem ekki hafa verið brend innan; þar á bæjarstjórnin og fátækranefndin fundi sína og þar er séð fyrir ráði bæjarbúa og margra manna forlögum, eins og sjá má í „Reykvíkingi“, sem er hið einasta af hinum mörgu blöðum hér, sem segir frá bæjarmálefnum, því annars mundi enginn fá að vita neitt um þau.

Myndasafn

Í grennd

Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )