Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hamarsá

Veiði á Íslandi

Hamarsá er í Geithellnahreppi í Suður-Múlasýslu. Hamarsá á upptök sín við Þrándarjökull og í drögum Hamarsdals. Hún rennur eftir endilöngum Hamarsdal,og dragast til hennar smáár og lækir uns hún fellur í Hamarsfjörð, sem er ásamt Álftafirði aðeins lón, innan við langt sjávarrif.

Veiðin er sjógengin bleikja, mjög misjöfn að stærð og veiðast oft stórir fiskar innanum. Lax hefur fengist í Hamarsá. Veiðistaðirnir eru margir og veiðilegir, en þar sem Hamarsá er ekki fiskgeng nema um 6 km. frá ósnum, er skammt að fara til veiða. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 560 km og um 12 km frá Djúpivogi.

Myndasafn

Í grend

Gönguleiðir á Hálendinu
HELSTU GÖNGULEIÐIR Á HÁLENDINU Hellismannaleið Landmannal.-Rjúpnav Landmannalaugar Þórsmörk Fimmvörðuháls Þórsmörk Hóla ...

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )