Hallgrímskirkja í Vindáshlíð var reist úr timbri árið 1878 á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Höfundur var Eyjólfur Þorvarðsson, forsmiður að Bakka. Kirkjan var flutt að Vindáshlíð árið 1957 og þá var reistur kór og innri gerð hennar var breytt verulega. Þessar breytingar annaðist Aðalsteinn Thorarensen, húsgagnasmiður.
Hún var endurvígð á þessum nýja stað 16. ágúst 1959. Hallgrímsnafnið hefur hún borið æ síðan. Kirkjan er einkaeign Vindáshlíðar, einnar starfstöðvar KFUM og KFUK á Íslandi. Hún þjónar æskulýðsstarfi og er vel sótt allt árið.
Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990.
20.11.08. Guðrún Kristjánsdóttir, formaður stjórnar Vindáshlíðar KFUM og KFUK á Íslandi, var svo elskuleg, að koma á framfæri leiðréttingum, sem hefur nú verið komið fyrir.
Hallgrímskirkja í Saurbæ.
Hallgrímskirkja í Reykjavík.