Hallgeirsey er bær í Austur-Landeyjum, skammt austan Affalls. Landnáma segir Hallgeir austmann hafa búið þar fyrstan. Árið 1897 var þar löggiltur verzlunarstaður og eftir að Kaupfélag Hallgeirseyjar var stofnað þar 1919 var það rekið á staðnum fyrstu árin. Aðstæður til uppskipunar vöru á sandinum voru erfiðar. Útibú voru í Þykkvabæ og við Holtsós (síðar að Seljalandi). Útibúið á Hvolsvelli var stofnað 1930 og þremur árum síðar voru aðalstöðvarnar fluttar þangað. Þá voru allar aðstæður til vöruflutninga gjörbreyttar vegna brúnna yfir Þverá, Affall og Ála 1932 og Markarfljót 1933. Brúarfoss var síðasta skipið, sem skipað var upp úr á sandinn vorið 1933. Kaupfélag Hallgeirseyjar sameinaðist Kaupfélagi Rangæinga á Rauðalæk 1948. Fyrsti forstjóri Kf. Hallgeirseyjar var Guðbrandur Magnússon (1887-1975). Hann var einnig fyrsti ritsjóri Tímans og var forstjóri ÁTVR í u.þ.b. þrjá áratugi.
Skammt er niður á sanda, þar sem boðnar eru ævintýraferðir í sexhjóla landgöngupramma.
Í fyrsta sinn í sögu Rangárþings var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur fyrir tilstilli Sigurðar Jónssonar í Hallgeirsey. Hafnaraðstæður í Grandavör eru mjög góðar frá náttúrunnar hendi. Sigurðu hóf útgerð í haust og í dag á útgerðarsamstæðan þrjá báta, tvo 9 tonna og einn 25 tonna.
Bátarnir eru gerðir út á harðfisk, túnfisk og plokkfisk. Aflinn er unninn um borð og segir Sigurður mikið hagræði af því. Sjómannadagskrá laugardagsins 4. júní 2007 byggðist á Sandkastalagerð, stígvélasparki, gjarðarkeppni, nethringjakasti, belgjaskoppi, koddaslagi, tútturalli, karahlaupi og reiptogi.