Hafnarkirkja er í Bjarnanesprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1962-1966 og 28. júlí 1966.
Ragnar Emils var arkitekt hennar og byggingameistari Guðmundur Jónsson. Hún er steinsteypt og kirkjuskipið tekur 200 manns í sæti. Safnaðarheimilið er við hliðina á kirkjunni. Jóhann Björnsson skar út skírnarsáinn og yfir altari er ljóskross. María Katzgrau gerði steindu gluggana á suður- og vesturhliðum kirkjunnar. Orgelið var smíðað hjá P. Bruhn og søn í Danmörku árið 1996.