Norðan við Búrfell er hraunslétta sem kölluð er Hafið. Þar höfum við reist tvær vindmyllur í rannsóknarskyni sem voru gangsettar í febrúar 2013. Reksturinn hefur gengið vel og ljóst að staðsetningin er óvenjuhagstæð fyrir raforkuvinnslu úr vindorku.
Vindmyllurnar eru hvor um sig 900 kílóvött og samanlögð raforkuframleiðsla þeirra er áætluð um 6,7 gígavattstundir á ári. Turninn er 55 metra hár og hver spaði 22 metrar á lengd. Þegar spaðarnir eru í efstu stöðu er heildarhæð vindmyllunnar 77 metrar.
Á Íslandi er vindstyrkur mestur að vetri þegar lítið vatn rennur í miðlunarlón Landsvirkjunar. Þannig fer vinnsla raforku úr vindi og vatnsafli einkar vel saman.
Vindur og Vatn eru eins og hjón
Sambúð þeirra valda ekki tjóni
Margir hata grugg í lóni
En þyggja birtu og hlýu í eigin bóli !!!