Gunnvararvatn er Sauðaneshreppi í N-Þingeyjarsýslu. Það er 0,08 km² og í 19 m hæð yfir sjó. Lækur fellur úr því til Eiðisvatns. Vegurinn til Eiðis liggur fram hjá Gunnvararvatni og slóð er á milli vatnanna til eyðibýlis sunnan Eiðisvatns.
Vatnið er í skarði milli fjalla í grónu umhverfi. Útsýni er fagurt yfir Eiðisvatn til hafs. Talsverður fiskur er í þessu vatni og góður. Þetta er uppalningur, ekki úr sjó kominn, bæði urriði og bleikja. Stangafjöldi er ekki takmarkaður og netaveiði er eitthvað stunduð í vatninu.
Vegalengdin frá Reykjavík er um um 640 km og 17 frá Þórshöfn.