Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gunnvararvatn

Gunnvararvatn er Sauðaneshreppi í N-Þingeyjarsýslu. Það er 0,08 km² og í 19 m hæð yfir sjó. Lækur   fellur úr því til Eiðisvatns. Vegurinn til Eiðis liggur fram hjá Gunnvararvatni og slóð er á milli vatnanna til eyðibýlis sunnan Eiðisvatns.

Vatnið er í skarði milli fjalla í grónu umhverfi. Útsýni er fagurt yfir Eiðisvatn til hafs. Talsverður fiskur er í þessu vatni og góður. Þetta er uppalningur, ekki úr sjó kominn, bæði urriði og bleikja. Stangafjöldi er ekki takmarkaður og netaveiði er eitthvað stunduð í vatninu.

Vegalengdin frá Reykjavík er um um 640 km  og 17 frá Þórshöfn.

 

Myndasafn

Í grennd

Langanes
Langanes er stór skagi austan Þistilfjarðar, allbreiður vestast en mjókkar út í örmjóan, 50-70 m  háanaustast, þar sem heitir Fontur. Norðan í bja…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …
Þórshöfn
Þórshöfn á Langanesi fékk, eins og Raufarhöfn, löggildingu sem verzlunarstaður árið 1836. Gott skipalægi er þar frá náttúrunnar hendi og byggist atvin…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )