Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gullborgarhraun í Hnappadal

Gullborgarhraun í Hnappadal rann frá Gullborg. Þar fundust fagrir dropasteinshellar árið 1957. Þeir eru á náttúruminjaskrá og óheimilt er að skoða þá nema með fylgd frá Heggstöðum. Minjar um mannaferðir fundust í hellunum en óvíst er, hverjir voru þar á ferðinni.

Kenningar eru uppi um veru útilegumanna eða dvöl Arons Hjörleifssonar í þeim samkvæmt Sturlungu. Hann var í slagtogi með Guðmundi Arasyni, biskupi, í Grímsey, barðist þar hraustlega fyrir hann og komst naumlega undan. Sturlungar voru á höttunum eftir honum til að drepa hann. Hann fór huldu höfði um allt land og faldi sig um tíma í Gullborgarhrauni. Aronshellir var þekktur en týndist.

Myndasafn

Í grennd

Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )