Gufuárvatn er í Borgarhreppi í Mýrarsýslu. Það er 0,25 km² og í 202 m hæð yfir sjó. Gufuá fellur úr því til Hvítár. Sæmilegur jeppavegur liggur að því. Mikil veiði er í vatninu og fiskurinn er allvænn, bæði urriði og bleikja. Fjöldi stanga er ekki takmarkaður. Besta agn er spónn og maðkur. Mest er veitt í net.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 146 km og 30 km frá Borgarnesi.