Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gufdalsá

Gufudalsá

Þessi á er afbragðsgóð, fjögurra stanga sjóbleikjuá með smálaxavon í Austur-Barðastrandarsýslu. Nýtt veiðihús er við ána. Í Gufudalssveit eru hálsar víða gróðurlitlir en láglendið grösugt og hlíðar víða kjarri vaxnar.

Fyrrum voru samgöngur erfiðar, s.s. um Gufudalsháls, þar sem er Gvendaraltari. Guðmundur biskup góði er sagður hafa sungið þar messu og vígt götuna yfir hálsinn, sem þótti viðsjálverð, einkum í harðfenni og dimmviðri á vetrum, því að árgljúfur eru fyrir neðan. Gufufjörður, Gufudalur og fleiri örnefni eru kennd við Ketil gufu Örlygsson, sem nam Gufufjörð og Skálanes til Kollafjarðar samkvæmt Landnámabók.

Myndasafn

Í grennd

Reykhólar
Sögufrægt höfuðból og eitt sinn talin bezta jörð landsins með miklum hlunnindum en um 300 eyjar tilheyrðu jörðinni. Þar hefur nú myndazt þéttbýli og e…
Veiði Vestfirðir
Stangveiði á Vestfjörðum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vestfjörðum …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )