Grunnuvötn eru suðvestan Úlfsvatns á Arnarvatnsheiðinni. Vatnið er eiginlega eitt, en talið tvö vegna þess, að það er nær sundurslitið í miðju. Stærðin er 2,2 km², það er grunnt og er í 405 m hæð yfir sjó.
Úlfsvatnsá og Silungalækur renna í Grunnuvötn austanverð og Skálalækur að norðan úr Kvíslavatni syðra. Afrennslið er til suðurs um Lambá. Fiskur í vötnunum er mikill og góður, bæði bleikja og urrriði, líka í lækjum, sem í þau renna. Jeppaslóð liggur að vötnunum.
Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 200 km