Grundarfjarðarkirkja er í Setbergsprestakalli í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi. Hún var byggð í á árunum 1960-1966. Hún var vígð árið 1966. Grundarfjarðarkirkja er falleg kirkja með góðum hljómburði. Í vesturgafli hennar eru skrautgluggar hannaðir af Eiríki Smith en í austurgafli má sjá skrautglugga eftir Finn Jónsson.