Gröf er eyðibýli í Eiðaþinghá. Þar varð maður nágranna sínum bana í afbrýðiskasti 1729 með því að skera næstum af honum höfuðið.
Morðinginn var hand- og hálshöggvinn, enda var þetta talið með ógeðfelldari ódæðum. Höfuð og hönd voru staursett öðrum til viðvörunar. Annálar frá 1692 segja frá því, að fimm heimamenn hafi fundizt látnir, uppþembdir, þrútnir og kviðsprungnir. Þar fannst silungur á diski, sem var talinn hafa verið baneitraður öfuguggi.