Grísatungufjöll (736m) er fjallgarður í Suður-Þingeyjarsýslu, norðan vegarins um Reykjaheiði og Höskuldsvatns.
Þrír atgeirar fundust þar í gili haustið 1965 (Þjóðminjasafn). Hinn lengsti var 2,3 m langur. Slík vopn voru notuð í Evrópu frá 14. til 17. aldar og líkur benda til þess, að þau hafi borizt til landsins á þessu tímabili. Áður hafði aðeins einn atgeir fundizt hérlendis (Vatnskarð 1868).